Klukk

Já hún Hjördís klukkaði mig víst og ég á að nefna 8 hluti sem fólk veit ekki um mig.

  1. Frá því að ég var 6 ára og þangað til að ég var ca. 11 ára bað ég jólasveinin á hverju kvöldi um að gefa mér fiðlu í skóinn og ef hann gæti það ekki þá að biðja mömmu og pabba að gefa mér fiðlu í jólagjöf en ég fékk hana aldrei. Crying
  2. Þegar að ég er í bílnum og er að hlusta á tónlist þá verður hljóðstyrkurinn alltaf að vera á sléttir tölu, ég tel að það sé Elvu (systur hennar Unu) að kenna.
  3. Þegar að ég var yngri þá ætlaði ég að verða fornleifafræðingur eins og Indiana JonesTounge
  4. Ég og littli bróðir minn toguðum einu sinni systur okkar óvart úr axlarlið, við vorum mjög leið yfir því. Frown
  5. Þegar að ég er mjög leið, sorgmædd eða hrædd þá finnst mér rosalega gott að horfa á jólamynd (sérstaklega The Grinch) eða hlusta jólalög.
  6. Sumar bíómyndir fara svo mikið í taugarnar á mér að ég get ekki horft á þær, t.d Snakes on a Plane, hún er svo fyrirsjánleg að ég nenni ekki að horfa á hana. Shocking
  7. Ég er alveg rosalega rómantísk og ég trúi á ást við fyrstu sýn, þegar að ég sakna Kjartans þá horfi ég á rómantískar gamanmyndir eins og The Holiday. Blush hehe
  8. Grobb og yfirgangur fara rosalega í taugarnar á mér, þeir sem að telja sig vera betri en aðrir er dónalegasta fólk sem ég veit um.

Jæja þetta var nú bara svolítið erfitt. 

Ég ætla að klukka:

Jónu Huldu

Þorgerði 

Lísu 

Jæja það er kominn tími til að halda áfram að læra.

Síjú leiter gæs :) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚPS! að hafa togað Eygló úr axlarlið! En annars gaman að að þessu klukki!:) Og gaman að sjá loksins nýtt blogg frá þér stelpa...

Magga (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:52

2 identicon

Loksins kemur eitthvað hérna inn! I like that Man veeel eftir þessu þegar þið toguðuð Eygló úr axlarlið! Það gekk oft mikið á á Bakkabraut 6

Helena (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:08

3 identicon

ooohh tík! ;)

ooohh tík! ;)

Jóna Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:16

4 identicon

haha ég ætlaði nú ekki að segja það svona oft! þú ert sko ekkert tík ;);)

Jóna Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband