17.10.2007 | 14:43
Klukk
Já hún Hjördís klukkaði mig víst og ég á að nefna 8 hluti sem fólk veit ekki um mig.
- Frá því að ég var 6 ára og þangað til að ég var ca. 11 ára bað ég jólasveinin á hverju kvöldi um að gefa mér fiðlu í skóinn og ef hann gæti það ekki þá að biðja mömmu og pabba að gefa mér fiðlu í jólagjöf en ég fékk hana aldrei.
- Þegar að ég er í bílnum og er að hlusta á tónlist þá verður hljóðstyrkurinn alltaf að vera á sléttir tölu, ég tel að það sé Elvu (systur hennar Unu) að kenna.
- Þegar að ég var yngri þá ætlaði ég að verða fornleifafræðingur eins og Indiana Jones
- Ég og littli bróðir minn toguðum einu sinni systur okkar óvart úr axlarlið, við vorum mjög leið yfir því.
- Þegar að ég er mjög leið, sorgmædd eða hrædd þá finnst mér rosalega gott að horfa á jólamynd (sérstaklega The Grinch) eða hlusta jólalög.
- Sumar bíómyndir fara svo mikið í taugarnar á mér að ég get ekki horft á þær, t.d Snakes on a Plane, hún er svo fyrirsjánleg að ég nenni ekki að horfa á hana.
- Ég er alveg rosalega rómantísk og ég trúi á ást við fyrstu sýn, þegar að ég sakna Kjartans þá horfi ég á rómantískar gamanmyndir eins og The Holiday. hehe
- Grobb og yfirgangur fara rosalega í taugarnar á mér, þeir sem að telja sig vera betri en aðrir er dónalegasta fólk sem ég veit um.
Jæja þetta var nú bara svolítið erfitt.
Ég ætla að klukka:
Jæja það er kominn tími til að halda áfram að læra.
Síjú leiter gæs :)
Athugasemdir
ÚPS! að hafa togað Eygló úr axlarlið! En annars gaman að að þessu klukki!:) Og gaman að sjá loksins nýtt blogg frá þér stelpa...
Magga (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:52
Loksins kemur eitthvað hérna inn! I like that Man veeel eftir þessu þegar þið toguðuð Eygló úr axlarlið! Það gekk oft mikið á á Bakkabraut 6
Helena (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:08
ooohh tík! ;)
Jóna Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:16
haha ég ætlaði nú ekki að segja það svona oft! þú ert sko ekkert tík ;);)
Jóna Hulda (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.