30.11.2007 | 14:49
Jæja þá.....
Halló halló......
Já það er ýmislegt búið að gerast síðan að ég bloggaði síðast þannig að ég ætla bara að stikla á stóru sem að er ekki mjög mikið.
18. nóvember átti Kjartan afmæli og auðvitað var hann með smá afmæliskaffi, það var mjög gaman að fá að halda svona veislu líka þegar að íbúðin var orðin svona fín og flott.
Jamm og svona fyrir þá sem ekki vissu þá er ég ólétt og er komin 16 vikur og 4 daga í dag ég er sett 12. maí, við erum bæði mjög spennt. Við erum búin að fara í snemmsónar og það kom allt vel útúr því og við eigum að fara í 20 vikna sónar 27. desember.
Svo er ég nú með smá sögu handa ykkur:
Á mánudaginn fór ég upp á Laugarvatn til að passa fyrir Sigrúnu Lilju sem er nú ekki frá sögu færandi, en þegar ég var á leiðinni heim þurfti ég að koma við á Selfossi til að hitta Ívu og taka bensín, ég ákvað að fara að taka bensín á Atlands olíu (btw ég held samt að það sé ekki búið að opna hana ennþá). Þegar ég ætlaði svo að keyra í burtu þá fór bíllinn ekki í gang, svaka gaman, þannig að ég neyddist til að hringja á verkstæði og þurfti að láta draga bílinn í burtu allt í lagi með það. Ég var svo heppin að það var strákur sem að vinnur á verkstæðinu á heima í bænum þannig að ég fékk að fljóta með honum í bæinn. En það fyndna byrjaði ekki fyrr en daginn eftir, ég vaknaði s.s við það daginn eftir að Visa hringdi í mig og spurði mig hvort að ég hefði tekið bensín á Atlands olíu í gær, og ég svaraði hálf ringluð "já", þá sagði konan að það hefði verið hringt frá AO og þeir sögðu að það hafi farið olía í staðinn fyrir bensín á bílinn, og mér var gefið númer hjá gaur sem að heitir Alfreð Þór og var beðin um að hringja í hann sem fyrst. Þannig að ég hringdi bara beint í hann og hann baðst alvega innilega afsökunar á þessu og hann sagði "að AO myndi sjá um viðgerðina á bílnum og sjá um að borga hana og auk þess myndu þeir redda mér bílaleigubíl á meðan að minn var í viðgerð." Ég vissi ekki alveg hvað á mig stóð veðrið, svo seinna um daginn var hringt aftur frá AO og það var hann Alfreð Valur (held ég) sem að hringdi æi mig þá og sagði mér að það væri tilbúinn bíll fyrir mig á Avis, ég fékk auðvitað Yaris sem er bara fínt. Svo var aftur hringt í gær og það var einhver Hugi sem hringdi þá og hann sagði mér að þeim langaði til að gefa mér smá vinagjöf, þannig að hann fékk heimilisfangið hjá mér og seinna um kvöldið kom hann hingað og með þessa risa ostakörfu, þetta eru sko allir ostar sem að þú getur fengið :) Svo þegar að hann var farinn fór ég að skoða körfuna aðeins betur þá fann ég gjafabréfa á Rauðahúsið ekkert smá flott, svo fékk ég líka bréf frá framkvæmdarstjóranum og dælulykil frá þeim. Ég verð alveg að viðurkenna að ég bjóst ekki alveg við þessum viðbrögðum frá þeim, en er ekkert smá ánægð með þau og það er sko alveg á hreinu að ég á eftir að versla við AO í framtíðinni :)
Okey þetta er orðin engin smá ritgerð hjá mér, en þið áttuð það víst inni hjá mér.
Allavega hef ekki frá fleiru að segja í bili, en ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir nú þegar að myndavélin er komin í leitirnar:)
Jæja nóg komið,
Kveðja
Berglind og bumbubauninn:D
Athugasemdir
Nohhhh bara blogg!! Ég hélt sko að þessi síða væri löngu dauð.
Vá engar smá skaðabætur sem þú fékkst kona Ég væri eiginlega bara til í að lenda í þessu
En ég fer bráðum að heimta bumbumyndir! Er ekki farið að sjást smá??
Miss you my dear
Helena (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:48
Innilega til hamingju með bumbubúann, gaman að heyra :o) gangi ykkur vel í 20 vikna sónar, verður gaman að sjá bumbumyndir :) ég er óléttubumbuveik ;D haha (ekki það að ég vilji fá aðra)
Bogga og Patrekur Trausti (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:04
haha enn fyndið :) og JÁ ekkert smá heppin bara :D til hammó enn og aftur með bumbuna en ég og Tinna vorum einmitt að pæla í hittingi einhvern tíman þegar við erum búnar í prófum og svona áður en allir MÖKKA heim í sveitina um jólin :)
Jóna Hulda (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 18:40
Ég er til í hitting já já já
Hjördís Ásta, 3.12.2007 kl. 19:45
það verður líka að vera hittingur þegar minns er kominn heim
Tvær bumbur, oooo ég fæ fiðring í magan við að hugsa um þegar verða komin tvö lítil lítubörn Spólum bara yfir nokkra mánuði!!
Helena (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:18
Uuu... Það sést ekker svaka mikið, það eru örugglega sumir sem halda að ég sé bara feit en ekki ólétt:S
Berglind Guðmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:10
til hamingju með bumbuna! :)
Helga Björg (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:40
Hæhæ. Innilega til hamingju með bumbubúan :D
sandra (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 13:20
Hæhæ... mátti til með að óska þér/ykkur innilega til hamingju með bumbubúann!
Gangi þér rosalega vel...
Hrönn Brands (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:37
Hæhæ:) Gaman að sjá þessa síðu lifna við!:) Já, það má nú segja að þetta sé rausnarleg sárabót frá AO Verðum í bandi skvís....blæblæ
Magga (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:25
Rakst á þessa síðu í einhverju bloggrúntrugli!!! Alveg hin fínasta síða og til hamingju með bumbubúann!
Hildur Hj (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:01
Hæ Berglind..
Innilega til hamingju með litla krílið:)
Mér var nú farið að detta það í hug sko hehe:) eftir allt þetta drykkjuleysi á þér.
Kveðja Laufey
Laufey (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.